Afnám hafta og endurskoðun peningastefnu

12.03.17

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, tilkynnti í dag um afnám hafta og skipan verkefnisstjórnar um endurskoðun peningastefnunnar á blaðamannafundi sem haldinn var ásamt forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, og seðlabankastjóra, Má Guðmundssyni, í Ráðherrabústaðnum. Talið er að með afnámi hafta skapist aðstæður sem leiða til lægri vaxta í framtíðinni. Á fundinum sagði Benedikt:

„Við teljum að þetta sé mjög mikilvægt vegna þess að nú skapast aðstæður til þess að viðskipti hér séu frjáls fyrir alla innlenda aðila. Þetta er eitt af þeim atriðum sem lánshæfismatsfyrirtæki hafa nefnt að sé áfátt hjá okkur að viðskipti af þessu tagi hafi ekki verið algjörlega frjáls. Við sjáum fram á að það skapist þær aðstæður að lánshæfismat Íslands batni í framhaldi af þessu sem ætti þá að leiða til lægri vaxta fyrir íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki í framtiðinni. Þannig að þetta er líka liður í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka hér vexti innanlands eða skapa aðstæður sem geta myndað grunninn til vaxtalækkunar.“

Nánar má lesa um afnám hafta hér: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/fjarmagnshoft-afnumin 

Nánar má lesa um skipan verkefnisstjórnar um endurskoðun peningastefnu hér: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/verkefnisstjorn-um-endurmat-peningastefnu-skipud

Fleiri greinar