Viðreisn

Ályktun ráðgjafaráðs Viðreisnar

15.09.17

Ályktun ráðgjafaráðs Viðreisnar 15. september 2017

Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktar að í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga að nýju.

Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er.

Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti.

Almannahagsmunir verða ávallt að ganga framar sérhagsmunum.

Fleiri greinar