Viðreisn

Dóra Sif tekur sæti á Alþingi

10.05.17

Dóra Sif Tynes tók sæti á Alþingi í gær, þriðjudaginn 09.05.2017. Hún kemur inn í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar. Dóra sif er meðeigandi hjá ADVEL lögmönnum, en gegndi starfi forstöðumanns lagaskrifstofu EFTA í Brussel frá 2013 til 2016. Dóra Sif skipaði 3.sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar.

Dóra Sif hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á 241.gr. almennra hegningarlaga u meiðyrði í því skyni að orðalag ákvæðisins samræmist 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi nýlegrar dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þá hefur Dóra Sif hefur óskað eftir skriflegum svörum við fyrirspurnum til utanríkisráðherra, annars vegar væntanlegra breytinga á EES samningnum vegna útgöngu Breta og hins vegar um jafnréttisstefnu EFTA.

Dóra Sif lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1997 og meistaraprófi í Evrópurétti og samanburðarlögfræði frá European University Institute í Flórens á Ítalíu árið 2000. Hún hefur ritað margar fræðigreinar á sviði Evrópu- og EES réttar og flutt fjölda fyrirlestra og erinda um EES samninginn bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu í Háskólanum í Reykjavík og hjá European Institute of Public Administration í Luxemborg.

Fleiri greinar