Viðreisn

Er lífkeðjan að kafna í plasti?

Opið hús Viðreisnar
04.04.18

Plast verður umræðuefni næsta fimmtudagsfundar Viðreisnar, sem haldinn verður í Ármúla 42, fimmtudaginn 5. apríl kl. 17:30.

Fyrirlesarar fundarins verða Soffía Björk Guðmundsdóttir, umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri PAME, vinnuhóps Norðurskautsráðsins um málefni hafsins, og Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar og handhafi viðurkenningar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum.

Þau Soffía og Helgi munu flytja erindi sem ber yfirskriftina: "Úrgangur er alvarleg ógn við lífríkið – hvað gerum við í því?“

Í erindinu og umræðunum á eftir verður leitast við að svara spurningum á borð við:
- Úrgangsmengun - hvernig er ástandið á landi og sjó við Ísland? 
- Hvað er hægt að gera til úrbóta og hvernig standa Íslendingar sig miðað við aðrar þjóðir? 
- Er úrgangsmengun orðin ógn við hreina ímynd landsins? 
- Plast, ál eða gler – hvaða umbúðir eru umhverfisvænstar? 
- Magn umbúðaplastúrgangs um 40 kg á hvern landsmann árlega – hver eru losunarmarkmiðin? 
- Á að banna notkun einnota plastpoka? 
- Hvað með aðrar einnota umbúðir? 
- Græn hugsun gegn sóun - hver er stefna Viðreisnar?

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um Umhverfis- og auðlindamál. 

Fundarstjóri er Rafn Helgason, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræðum og félagi í Ungum umhverfissinum.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar. 

Heitt á könnunni í Ármúla 42 og allir velkomnir! Vinsamlega athugið að vegna framkvæmda á framhlið hússins er gengið inn að aftan.

Fleiri greinar