Viðreisn

Guðbjörg Ingimundardóttir nýr formaður öldungaráðs Viðreisnar

12.10.18

Þann 10. október sl. var haldinn aðalfundur öldungaráðs Viðreisnar. Kosið var í stjórn ráðsins og var Guðbjörg Ingimundardóttir kjörin nýr formaður þess. Auk hennar voru kosin í stjórn þau Lilja Hilmarsdóttir, Sverrir Kaaber, Þórir Gunnarsson og Þórunn Benediktsdóttir.

Flokkurinn þakkar fráfarandi stjórn vel unnin störf og býður nýja stjórn öldungaráðs velkomna til starfa. Þeim sem vilja taka þátt í starfi öldungaráðs flokksins er bent á að hafa samband á [email protected] eða í gegnum Facebooksíðu flokksins. Eins má hringja á skrifstofuna í síma 415-3702.

Fleiri greinar