Viðreisn

Jafnréttismál rædd á opnu húsi Viðreisnar

Umræðuefnið á næsta opna húsi snýr í þetta sinn að jafnréttismálum
25.07.16
Höfundur: Viðreisn

Í sumar hefur verið opið hús hjá okkur á hverjum þriðjudegi og verður engin undantekning á því þessa vikuna.

Jafnréttismál hafa verið okkur hugleikin síðustu daga, ekki síst eftir vel heppnaða Druslugöngu á laugardaginn. Mörgu höfum við náð að áorka í okkar samfélagi, en þó er enn langt í land hvað launamismun milli kynja, fæðingarorlof og fleiri málefni varðar. Í því tilefni langar okkur að ræða þessi mál betur. 

Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og stjórnarmaður í Viðreisn opnar fyrir okkur fundinn og stýrir.

Sjáumst í Viðreisnarhúsinu, Ármúla 42 klukkan 17:00 á morgun, þriðjudag. Húsið verður opið milli 17:00 og 18:00.

 

Fleiri greinar