Laganefnd og trúnaðarráð Viðreisnar

Óskað eftir umsóknum
10.04.18

Stjórn Viðreisnar óskar eftir umsóknum frá áhugasömu flokksfólki um setu í laganefnd og trúnaðarráði. 

Laganefnd

Stjórn Viðreisnar skipar þrjá í Laganefnd eftir hvert landsþing, formann og tvo nefndarmenn. Þau sem setu eiga í Laganefnd geta ekki sinnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Laganefnd leysir úr ágreiningi sem kann að koma upp um túlkun samþykkta á vegum flokksins og veitir ráðgjöf um önnur lögfræðileg álitamál.

Trúnaðarráð

Stjórn Viðreisnar skipar tveggja manna trúnaðarráð, ekki samkynja, eftir hvert landsþing. Trúnaðarráð tekur við kvörtunum og ábendingum vegna bresta í samskiptum innan flokksins, s.s. mismunun, áreitni eða einelti, og kemur málum í farveg úrlausnar. Trúnaðarráð er óháð í sínum störfum og getur leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Trúnaðarráð setur starfsreglur fyrir trúnaðarráðið.

Ef þú hefur áhuga á þessum embættum og telur þig geta látið gott af þér leiða í þeim störfum skaltu endilega sækja um! 

Umsóknum má skila til skrifstofu flokksins á netfangið [email protected]. fyrir dagslok fimmtudaginn 26. apríl. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri flokksins, Birna Þórarinsdóttir, s. 415 3700 / [email protected]

Fleiri greinar