Viðreisn

Landsþing Viðreisnar í dag

Klukkan 12:00 í dag hefst fyrsta Landsþing Viðreisnar, í Silfurbergi í Hörpu, sem er á sama stað og stofnfundur flokksins var haldinn fyrr í vor.
24.09.16
Höfundur: Geir Finnsson

Dagskráin hefst kl. 12:00 og henni lýkur svo kl. 17:00. Á landsþinginu verður staðfest skipan í öll helstu embætti og lög flokksins samþykkt. Lykilframbjóðendur Viðreisnar munu ávarpa fundinn.

Drög að lögum flokksins má finna hér, en frestur til að skila inn ábendingum og breytingatillögum rann út fyrr í vikunni.

Einungis fullgildir félagar geta sótt fundinn. Þátttökugjald er kr. 2000 sem greitt er á fundinum. Gjarnan má greiða með reiðufé til að spara tíma við skráningu.

Ef marka má skráningu síðustu daga er búist við fjölda fólks og því ljóst að um kraftmikinn fund verður að ræða.

Að Landsþingi loknu verður boðið upp á kokteil og því næst kvöldverður fyrir þá sem skráðu sig á hann.

Fleiri greinar