Málefnastarf í Hafnarfirði

23.04.18

Í kvöld og næstu daga ætlum við að klára málefnavinnuna fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Við viljum fá sem flesta að borðinu, þá sem eru á lista sem og félagsmenn úr grasrótinni. 

Við verðum á efri hæðinni á A.Hansen frá kl.19:30-22 næstu kvöld: 

Mánudagur:
Félagsmál – umræður og hugmyndir

Þriðjudagur: 
Mennta- og íþróttamál – umræður og hugmyndir

Miðvikudagur:
Skipulags- og byggingamál auk umhverfismála – umræður og hugmyndir

Fimmtudagur - líklega önnur staðsetning en látum vita þegar líður á vikuna. 
Stefnumótun – setjum málaflokkana saman

Það skiptir gríðarlega miklu máli að fá sem flesta að borðinu og hvetjum við ykkur eindregið til þess að vera með okkur. 

C-þig á A.Hansen

Fleiri greinar