Viðreisn

Nýsköpun á næsta opna húsi Viðreisnar

Nú fáum við til okkar gesti frá Samtökum iðnaðarins til að ræða nýsköpun
28.08.16
Höfundur: Viðreisn

Á þriðjudaginn verður að venju opið hús hjá okkur í húsnæði Viðreisnar, við Ármúla 42, milli kl. 17:00 og 18:00.

Í þetta sinn fáum við til okkar þau Elínrós Líndal og Hauk Alfreðsson frá Samtökum iðnaðarins til að ræða xHugvit, sem hefur það að markmiði að gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Viðreisn leggur ríka áherslu á að skapa umhverfi fyrir aukna verðmætasköpun og meiri lífsgæði á Íslandi og því má eflaust læra margt af þessum hópi.

xHugvit er nýtt hreyfiafl sem leggur fram málefni fyrir næstu alþingiskosningar. Um er að ræða lýðræðislegan vettvang sem varð til í Hugverkaráði innan Samtaka iðnaðarins. Markmiðið er að gefa fólki færi á að leggja fram verkefni, gefið þeim einkunn og deila á meðal vina sinna á samfélagsmiðlum.

Í sumar hefur verið opið hús hjá Viðreisn á hverjum þriðjudegi þar sem áhugasamir geta kíkt við, kynnt sér flokkinn og rætt saman málin. Líkt og venjan er verður heitt á könnunni og nóg til af kexi.

Fleiri greinar