Viðreisn

Opið hús - Ræðum ferðaþjónustu

Þriðjudaginn næstkomandi, 23. ágúst verður opið hús í Viðreisnarhúsinu Ármúla 42, milli 17:00 - 18:00. Nú er ferðaþjónustan efst á baugi.
22.08.16
Höfundur: Viðreisn

Líkt og við öll vitum er nóg um að vera í ferðaiðnaðinum hér á landi. Þetta er afar mikilvægt málefni sem þarf að fara rétt yfir, enda blómstrar iðnaðurinn gríðarlega hratt.

Á morgun, þriðjudag, fáum við til okkar þau Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF (Samtaka ferðaþjónustunnar) og Skapta Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúa SAF til að spjalla við okkur um þennan mikilvæga málaflokk.

Að venju verður heitt á könnunni fyrir gesti og eru allir hjartanlega velkomnir til okkar í Ármúlanum.

Opið hús á þriðjudögum er upplagt tækifæri til að kynnast starfinu og fólkinu sem starfar í Viðreisn. 

Fleiri greinar