Viðreisn

Opið hús - spjall við þingflokk Viðreisnar

31.10.16
Höfundur: Viðreisn

Viðreisn er komin í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum eftir glæsilegan árangur í kosningunum um helgina með 10,5% fylgi og sjö öfluga fulltrúa flokksins á leið á Alþingi.

Nýkjörinn þingflokkur Viðreisnar spjallar við flokksmenn um stöðuna í pólitíkinni og væntingar fyrir komandi þingstörfum.

Þingflokkinn skipa: Benedikt Jóhannesson, formaður, NA-kjördæmi, Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður, S-kjördæmi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, SV-kjördæmi, Jón Steindór Valdimarsson, SV-kjördæmi, Þorsteinn Víglundsson, Reykjavíkurkjördæmi norður, Hanna Katrín Friðriksson, Reykjavíkurkjördæmi suður og Pawel Bartozsek, Reykjavíkurkjördæmi suður.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu flokksins í Ármúla 42 og hefst kl. 17:00.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Fleiri greinar