Viðreisn

Opið hús - staða iðn- og tæknináms

21.11.16
Höfundur: Viðreisn

Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, verður gestur Viðreisnar á opnu húsi þriðjudaginn 22. nóvember og mun ræða stöðu iðn- og tæknináms í samfélaginu og þróun náms til framtíðar.

Fundarstjóri verður Jenný Guðrún Jónsdóttir, formaður málefnanefndar Viðreisnar um mennta- og menningarmál. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42, Reykjavík. 

Fundurinn hefst kl. 17:00. Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Fleiri greinar