Ráðning staðgengils framkvæmdastjóra

05.07.18

Framkvæmdastjórn flokksins, í umboði stjórnar, hefur gengið frá ráðningu staðgengils framkvæmdastjóra flokksins en Birna Þórarinsdóttir fer senn í 9 mánaða fæðingarorlof. Staðan var auglýst innan flokksins og sóttu sjö einstaklingar um, fjórar konur og þrír karlar. Allir voru fengnir í viðtal.

Framkvæmdastjórnin hafði úr vöndu að ráða enda sjö mjög sterkir en ólíkir einstaklingar sem sóttu um. Samhljóða niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar var að ráða Jennýju Guðrúnu Jónsdóttur í starfið.

Jenný Guðrún hefur starfað með flokknum frá upphafi, sat í fyrstu stjórn hans, var formaður mennta- og menningarmálanefndar flokksins 2016-2017 og í uppstillingarnefnd Reykjavíkur sömu ár. Jenný er kennari að mennt og með próf í verðbréfamiðlun. Hún hefur starfað hjá Arion banka í 8 ár, nú síðast sem rekstrarstjóri fyrirtækjasviðs.

Framkvæmdastjórnin var mjög ánægð að sjá hversu margir sóttu um stöðuna og sýndu flokksstarfinu þannig áhuga. Hún þakkar umsækjendunum fyrir og býður Jennýju velkomna til starfa.

Fleiri greinar