Sjálfboðaliðar á landsþingi

23.02.18

Á komandi Landsþingi okkar er í mörg horn að líta, umfangið er mikið og það þarf að fylla upp í mörg hlutverk. Við vonumst til að flokksfólk taki að sér margvísleg og skemmtileg verkefni.

Hér að neðan er listi yfir þau hlutverk sem vantar aðstoð í og biðjum við ykkur um að hafa samband á netfangið [email protected] með viljayfirlýsingu um það hlutverk sem þið væruð tilbúin að taka að ykkur.
 
Verkefni á Landsþingi:

Skráningar- og móttökuteymi: Óskað er eftir aðilum í skráningar- og móttökuteymi. Hlutverk teymis er að aðstoða við skráningu á fund, taka á móti þátttakendum á sjálfum fundinum, skrá fundargesti inn, afhenda þeim gögn.

PR/samskipti: Óskað er eftir aðstoð við myndatöku og við samskipti við streymis- og samfélagsmiðlateymi.

Ritarar: Ritarateymið ber ábyrgð á að allar fundurinn verði ritaður, það þarf bæði í alla nefndarvinnuna á þinginu og á þinginu sjálfu.

Tækniteymi: Tækniteymi er tæknistjóra innan handar varðandi streymi og upptöku á fundi. Uppsetning á búnaði og að taka hann niður.

Talningarteymi: Þar sem kosið er í embætti þarf fólk til þess að telja atkvæði.

Umræðustjórar: það þarf að stýra málefnahópum á þinginu, 8 hópar eru á þinginu og því þarf 8 stjóra.

Partýteymið: það þarf svo að vera öðruvísi gaman og því þarf að stilla upp góðu partýum.

Við vonumst til að sem flestir bjóði sig fram og taki þátt í þessu skemmtilega verkefni.
 
Sendið póst á [email protected] og við verðum í bandi.

 

Sjá nánar um Landsþingið:  https://vidreisn.is/is/vidburdir/landsthing-vidreisnar

 

Undirbúningsnefnd Landsþings

Fleiri greinar