Viðreisn

Skráning á kjörskrá

Fyrir þá sem hafa lögheimili erlendis
22.09.16
Höfundur: Viðreisn

Staðfest er að kosið verði laugardaginn 29. október. Þeir sem hafa haft lögheimili erlendis lengur en 8 ár detta sjálfkrafa af kjörskrá og þurfa því að skrá sig aftur á kjörskrá til að geta kosið utankjörfundar.

Til að viðkomandi komist á kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar 2016 þurfa þeir að sækja um að komast inn á kjörskrá eigi síðar en fimmtudaginn 29. september nk.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hér:

http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5829

Umsækjandi getur fyllt það út rafrænt en þarf að prenta það út til að skrifa undir og svo ljósrita það og senda til Þjóðskrár á tölvupóstfangið [email protected]. Þeir sem eru með íslenskan heimabanka geta sótt um Íslykil á www.island.is og skilað eyðublaðinu rafrænt.

 

Nánari upplýsingar má finna hér:

https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/islenskum-rikisborgurum-sem-hafa-verid-busettir-erlendis-lengur-en-atta-ar-gert-kleift-ad-kjosa

Fleiri greinar