Viðreisn

Sykurskattur: sætur eða súr?

10.02.17

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins verða gestir Viðreisnar á opnu húsi þriðjudaginn 14. febrúar kl 17:00 til að ræða kosti og galla sykurskattsins.

Sykurskattur er ein af þeim aðhaldsaðgerðum sem stjórnvöld víða um heim hafa tekið upp í von um að draga megi úr neyslu sykraðra drykkja og sælgætis. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðstýring getur haft áhrif á neysluna en skiptar skoðanir eru þó um ágæti slíkrar skattlagningar. Tryggvi og Bjarni Már munu rýna í ólíkar hliðar málsins.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um heilbrigðis- og velferðarmál. Fundarstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson, formaður hópsins.

Fundinum verður streymt af Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúlanum og allir velkomnir!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudag kl. 17:00-18:00 í Ármúla 42, Reykjavík.

Fleiri greinar