Viðreisn

Trúnaðarráð skipað og nýr formaður mennta- og menningarmálanefndar

17.05.18

Trúnaðarráð skipað

Stjórn hefur skipað Aron Eydal Sigurðarson, sálfræðinema, og Hildi Lilju (Hilju) Guðmundsdóttur, grunnskólakennara, í trúnaðarráð Viðreisnar. Hlutverk trúnaðarráðsins er að vera félagsfólki innan handar ef upp koma brestir í samskiptum, t.d. vegna mismununar, áreitni eða eineltis, og koma málum í farveg úrlausnar. Aron og Hilja verða óháð í störfum sínum í trúnaðarráði og geta leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga.

Hægt er að ná sambandi við Aron og Hilju með pósti á netfangið [email protected].

Nýr formaður mennta- og menningarmálanefndar

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið skipaður af stjórn sem formaður mennta- og menningarmálanefndar Viðreisnar. Sara Dögg Svanhildardóttir steig til hliðar þar sem hún var jafnframt kjörin í stjórn flokksins á síðasta landsþingi.

Fleiri greinar