Viðreisn

Undirbúningur framboðs í Reykjavík

12.02.18

Viðreisn undirbýr nú framboð í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framundan er mikil vinna við að móta stefnu flokksins í borginni, stilla upp einstaklingum á framboðslista og kynna frambjóðendur og stefnu flokksins fyrir borgarbúum.

Reykjavíkurráð Viðreisnar var sett á laggirnar síðastliðið haust og ber meðal annars ábyrgð á því að manna framboð Viðreisnar í borginni og stilla frambjóðendum upp á lista samkvæmt þeirri forskrift sem kveðið er á um í lögum flokksins.

Fyrir hönd Reykjavíkurráðsins óskar stjórn þess nú eftir fólki til að taka sæti í uppstillingarnefnd og eins óskum við eftir áhugasömum flokksmönnum til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.

Áhugasamir sendi tölvupóst á [email protected]  hvort sem er sem frambjóðandi á lista eða til starfa í uppstillinganefnd.
 
Stjórn Reykjavíkurráðs

Fleiri greinar