Viðreisn

Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 hafinn

20.02.17

Viðreisn hóf undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 með vinnustofu laugardaginn 18. febrúar sl. Hátt í 50 manns komu komu saman í Ármúlanum árla dags og hófu þar með vegferðina að næstu kosningum. Vinnustofan var hugarflugs- og samtalsfundur í þeim tvíþætta tilgangi að koma fólki saman sem er að leggja drög að þátttöku Viðreisnar í kosningunum víða um landið  og  safna saman hugmyndum þeirra, reynslu og spurningum.

Sérstakur umsjónarhópur hefur verið skipaður af stjórn til að halda utan um vinnuna framundan og var hópurinn kynntur á fundinum. Í honum sitja Friðrik Sigurðsson (Akureyri), Heiða Kristín Helgadóttir (Reykjavík), Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður flokksins, Lovísa Larsen (Grindavík), Ómar Ásbjörn Óskarsson (Hafnarfirði) og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins. Þrjú þeirra deildu reynslu sinni af fyrri kosningum á sveitarstjórnarstiginu á fundinum við góðar undirtektir.

Vinnustofan var fyrsta skrefið á vegferðinni sem framundan er og það eru næg tækifæri fyrir áhugasamt Viðreisnarfólk til að taka þátt. Þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í undirbúningnum geta sett sig í samband við formann viðkomandi landshlutaráðs:

Reykjavíkurráð: Birna Hafstein

Suðvesturráð: Thomas Möller

Norðvesturráð: Gísli Halldór Halldórsson

Norðausturráð: Guðný Haukdsdóttir

Suðurráð: Þórunn Benediktsdóttir

Fleiri greinar