Utankjörfundur - upplýsingar

21.10.16
Höfundur: Viðreisn

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer nú fram um allt land á völdum stöðum.

Höfuðborgarsvæðið

Eingöngu er kosið í Perlunni í Öskjuhlíð. Opið er alla daga milli 10-22.
Hægt er að hafa samband í síma 860-3380 eða 860-3381 ef einhverjar spurningar vakna. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Á kjördag verður hægt að kjósa utankjörfundar frá kl. 10-17 fyrir kjósendur sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Viðreisn getur aðstoðað við að koma atkvæðum til skila. Hafið samband við Ómar í síma 869-7602 ef ykkur vantar aðstoð.

Viðreisn aðstoðar við að koma kjósendum á kjörstað. Vinsamlegast hafið samband við Ómar í síma 8697602 ef ykkur vantar far.

Utan höfuðborgarsvæðis

Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í hverju kjördæmi fyrir sig má finna hér:
http://www.syslumenn.is/thjonusta/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar-fyrir-althingiskosningar-29.oktober-2016/

Öll sýslumannsembætti eiga að koma atkvæðum til skila í rétt kjördæmi en öruggara kann að vera að fá slíkt staðfest.

Viðreisn aðstoðar við að koma kjósendum á kjörstað. Vinsamlegast hafið samband við Ómar í síma 8697602.

Atkvæðagreiðsla erlendis

Enn er hægt að greiða atkvæði erlendis og senda til Íslands.

Best er að senda öll slík atkvæði til Embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík.

Lista yfir sendi- og ræðismannsskrifstofur má finna hér: https://www.utanrikisraduneyti.is/media/utn-pdf-skjol/Frettatilkynning-2016-Master-171016.pdf

Til að kjósa hjá ræðismanni þarf að hafa samband við viðkomandi ræðismann og fá tíma til að kjósa.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi

Slík beiðni, vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, þarf að berast viðkomandi embætti sýslumanns, í síðasta lagi kl. 16:00 þriðjudaginn 25. október.

Á höfuðborgarsvæðinu skal fara með slíka beiðni á skrifstofu embættis sýslumanns í Skógarhlíð 6.

X-C Viðreisn

Fleiri greinar