Viðreisn fer í formlegar stjórnarmyndunarviðræður

11.11.16
Höfundur: Viðreisn

Í framhaldi af fundi forseta Íslands með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, síðdegis í dag munu formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðreisn og Björt framtíð ganga samstíga inn í viðræðurnar í anda frjálslyndis, alþjóðahyggju og umbóta.  

Fleiri greinar