Viðreisn

Viðreisn fjórði stærsti flokkurinn í nýjustu könnun MMR

Tölur MMR sýna áframhaldandi aukningu á fylgi Viðreisnar
25.07.16
Höfundur: Viðreisn

Samkvæmt nýjustu tölum frá MMR hefur fylgi Viðreisnar hækkað úr 6.7% yfir í 9.4% og er flokkurinn nú sá fjórði stærsti.

Þetta er niðurstaða könnunar sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí síðastliðinn. Þar kemur fram að Viðreisn hafi tekið fram úr bæði Samfylkingunni og Framsóknarflokknum, en fyrrnefndur flokkur lækkaði úr 10,9% í 8,4% og sá síðarnefndi hækkaði úr 6.4% yfir í 8.4%.

Píratar eru stærstir með 26,8%, borið saman við 24,3% í síðustu könnun og Sjálfstæðisflokkurinn mældist nú með 24,0% fylgi, borið saman við 25,3% í síðustu könnun. Vinstrihreyfingin - grænt framboð lækkar úr 18,0% niður í 12,9%, en er enn sem komið er þriðji stærsti flokkurinn.

Björt Framtíð hækkar um eitt prósentustig, frá 2,9% yfir í 3,9% og fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%.

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.

Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR

Svarfjöldi: 906 einstaklingar, 18 ára og eldri

Dagsetning framkvæmdar: 15. til 22. júlí 2016

Fleiri greinar