Viðreisn

Viðreisn komin í 13,4% fylgi!

30.09.16
Höfundur: Viðreisn

Viðreisn mælist nú með 13,4% fylgi sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups hefur Viðreisn aukið fylgi sitt um 1,2% frá síðustu könnun fyrir hálfum mánuði.

Fylgi bæði Pírata og Sjálfstæðisflokksins lækkar á milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 23,7% og Píratar með 20,6%.

Björt framtíð mælist með 4,7% fylgi og Vinstri græn með 15,6%. Samfylkingin er með 8,5% og Framsóknarflokkurinn með 8,2%. Aðrir flokkar eru samtals með 5,4%.

Ef þingsætum er skipt niður samkvæmt úrslitum þessarar könnunar fæst að Sjálfstæðismenn fengju 17 (19), Píratar 13 (3), VG 11 (7), Viðreisn 9 (0), Samfylking 6 (9) og Framsókn 6 (19). Björt framtíð fengi ekki þingmann, en hefur sex.

Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og liðlega 8 prósent svarenda segjast ætla að skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 36% og minnkar um 2 prósentustig frá síðustu mælingu.

Könnunin var gerð dagana 16. til 29. september. Heildarúrtaksstærð var 3.035 og þátttökuhlutfall var 59,2 prósent. Vikmörk á fylgi við flokka er 1,1 til 2,2 prósent.

Fleiri greinar