Vinnustofa til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum

22.05.17

Miðvikudaginn 31. maí verður haldin vinnustofa í Ármúlanum til undirbúnings málefnastarfi flokksins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vinnustofan fer fram kl. 16:00 - 20:00 og verður boðið upp á kvöldverðarsnarl fyrir þátttakendur.

Dagskrá vinnustofu:
16:00 Inngangserindi: Hlutverk sveitarstjórna í stjórnkerfinu, fjármál þeirra og lagaumhverfi. Róbert Ragnarsson, fyrrum bæjarstjóri í Grindavík og Vogum
17:00 Hugvekja ungliða: Hlutir sem skipta máli. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar
Stutt kaffihlé
17:30 Umræðuhópar (2*45 mínútur)
Hægt verður að skipta um borð og taka þannig þátt í umræðum á ólíkum borðum.
19:00 Samantekt, lokaumræða og sameiginleg vörðusetning.
20:00 Fundi slitið.

Vinnustofan er opin öllu Viðreisnarfólki áhugasömu um sveitarstjórnarmál. Vinsamlegast látið vita um þátttöku með því að senda tölvupóst á [email protected] fyrir lok dags mánudaginn 29. maí. Ferðakostnaður (flug/eldsneyti) verður endurgreiddur fyrir þátttakendur af landsbyggðinni. 

Fleiri greinar