Dagur lofar harkalegum niðurskurði fjárfestinga í næstu kreppu

Árið er 2021. Hægst hefur um í efna­hags­líf­inu. Dagur B. Egg­erts­son stígur til hliðar úr stól borg­ar­stjóra þegar hann nær kjöri inn á þing. Sam­fylk­ingin heldur próf­kjör, nýr odd­viti birt­ist og vinnur glæstan sig­ur.

Á fjöl­mennum blaða­manna­fundi heldur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hinn nýi, kynn­ingu á stefnu sinni fyrir Reykja­vík fyrir kom­andi ár og næsta kjör­tíma­bil.  Áhersl­urnar eru:

  • Mik­ill sam­dráttur í fjár­fest­ingum borg­ar­inn­ar.
  • Stór­aukið aðhald á rekstri borg­ar­sjóðs.
  • Metn­að­ar­full nið­ur­greiðsla skulda.

Blaða­menn­irnir spyrja: „Á ekki að hækka laun kenn­ara? Á ekki að byggja félags­legt hús­næði nú þegar hægst hefur á fast­eigna­mark­aði? Er rétt að skera niður í bæj­ar­vinn­unni nú þegar atvinnu­leysi er að aukast?“

Oddvitinn er óbil­gjarn: „Skulda­nið­ur­greiðsla gengur fyr­ir! Kúr­s­inn er klár og hefur verið lengi; fjár­fest­ing­arnar eiga að vera þriðj­ungur þess sem þær voru 2018!“

Trúum við þessu? Trúum við því að ein­hver stjórn­mála­maður fari í þarnæstu kosn­ingar með lof­orð um harka­legt aðhald í rekstri og fjár­fest­ingum á vegum borg­ar­innar og lof­orð um nið­ur­greiðslu skulda? Sér­stak­lega þegar lík­legt er að eftir fjögur ár verðum við í tals­vert verri aðstöðu til að greiða niður skuldir en við erum nú? Varla trúum við því.

En samt er það nákvæm­lega það sem Sam­fylk­ingin er að segja okkur að hún ætli sér að gera:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Myndin er úr fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar 2018-2022 og sýnir sam­stæð­una. Á kosn­inga­ár­inu 2022 verða fjár­fest­ingar sem sagt í lág­marki og aðhald mik­ið. Einmitt. Við eigum líka að trúa því að þrátt fyrir að nú sé Reykja­vík að auka skuldir sínar í bull­andi góð­æri þá munu stjórn­mála­menn á kosn­inga­ár­inu 2022 kepp­ast við að slá met og upp­greiðslu skulda:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Þessi mynd er úr sömu fjár­hags­á­ætl­un. Allt þetta er sama marki brennt og dansar á mörkum ofur­bjart­sýni og ótrú­verð­ug­leika. Hér er treyst á að stjórn­mála­menn í fram­tíð­inni, sem verða að öllum lík­indum í mun verri aðstöðu til að greiða niður skuld­ir, muni af ein­hverjum ástæðum kepp­ast við að gera það.

Kosn­inga­lof­orð Dags liggja þá fyr­ir. Í stað þess að skapa svig­rúm til fjár­fest­inga í fram­tíð­inni ætlar borg­ar­stjór­inn að fjár­festa eins og aldrei fyrr á toppi hag­sveifl­unnar og skera svo harka­lega niður eftir því sem um hægist og þörf fyrir slíkar fjár­fest­ingar eykst.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Við­reisnar í Reykja­vík. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 10. apríl 2018.