Flókin og dýr stjórnsýsla þar sem allir tapa

Þegar tafir verða á sölu fast­eigna skapar það mik­inn kostn­að, meðal ann­ars í formi vaxta. Kostn­að­ur­inn hækkar verðið á hús­næð­inu og lendir á end­anum á íbúum borg­ar­inn­ar, það er að segja fólki sem er að leita sér að þaki yfir höf­uðið og ver oft stærstum hluta launa sinna í hús­næði. Við getum lækkað bygg­ing­ar­kostn­að, flýtt fram­kvæmdum og þar með aukið fram­boð af hús­næði.

Í fréttum 8 maí sl. kemur fram að bygg­inga­fé­lagið Eykt hafi beðið í 11 mán­uði eftir eigna­skipta­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg vegna nýbygg­inga félags­ins við Brí­et­ar­tún. Sú bið er full­kom­lega óskilj­an­leg og deg­inum ljós­ara að hún hefur mikil áhrif á fram­kvæmda­að­il­ann en ekki síður á fólkið í borg­inni.

Skýrt dæmi um kostn­að­ar­sama óskil­virkni og óþarfa tafir birt­ist í því að í Reykja­vík þarf að taka 17 skref til að fá leyfi til að byggja vöru­skemmu sam­an­borið við sjö skref í Kaup­manna­höfn sam­kvæmt úttekt Alþjóða­bank­ans á skil­virkni og ein­fald­leika í bygg­inga­fram­kvæmdum og  er Reykja­vík í 64. Sæti á þeim lista.

Við­reisn í Reykja­vík leggur skýra áherslu á ein­fald­ara líf í borg­inni. Liður í því er að ein­falda og sam­ræma úttektir á vegum borg­ar­inn­ar, ein­falda leyf­is­veit­ingar og gera stjórn­sýsl­una alla skil­virk­ari og gegn­særri.  Það er algjör­lega óásætt­an­legt að borgin hækki fast­eigna­verð með löngum biðlistum og óþarfa flækju­stigi. Það getur heldur ekki talist eðli­legt að við stofnun fyr­ir­tækis í borg­inni þurfi fjölda heim­sókna eft­ir­lits­að­ila, und­ir­ritun á tugi útprent­aðra papp­íra og loks bið eftir nið­ur­stöðu sem ómögu­legt er að vita hvort taki daga, vikur eða mán­uði að fá.

Það gefur auga­leið að fækka þarf skref­um, sam­ræma úttektir og stytta bið­tíma í leyf­is­veit­ingum og bygg­ing­ar­starf­semi. Þannig mun lækk­aður bygg­ing­ar­kostn­aður ein­fald­lega skila hag­stæð­ara fast­eigna­verði. Þetta munum við í Við­reisn gera.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík.

Grein birtist upphaflega í Kjarnanum 9. maí 2018.