Framtíðin er framundan

Á síð­ustu miss­erum hefur átt sér stað tíma­bær og þörf vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu um geð­heil­brigð­is­mál. Fyrir vikið erum við nú með­vit­aðri um alvar­leika geð­rænna vanda­mála. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að auka skuli aðgengi að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, meðal ann­ars með sál­fræði­þjón­ustu á heilsu­gæslu og í fram­halds­skól­um. Það er fagn­að­ar­efni að efla eigi sál­fræði­þjón­ustu þar, en þörfin er ekki síður brýn í háskólum lands­ins.

Ungt fólk í áhættu­hópi

Almenn sál­fræði­þjón­usta er ekki nið­ur­greidd í gegnum Sjúkra­trygg­ingar Íslands líkt og önnur heil­brigð­is­þjón­usta. Ungt fólk eldri en 18 ára á ekki margra kosta völ þegar kemur að því að sækja sér þjón­ustu vegna and­legra veik­inda, þar sem ein­stak­lingar eldri en 18 ára eiga ekki rétt á sömu nið­ur­greiðslu og þeir sem yngri eru. Aldurs­hóp­ur­inn 18-25 ára er sá ald­urs­hópur sem er í hvað mestri hættu þegar kemur að and­legum veik­ind­um. 

Sam­kvæmt evr­ópskri heilsu­fars­rann­sókn frá árinu 2015 mæld­ust fleiri ungar konur á þeim aldri með þung­lynd­is­ein­kenni á Íslandi en í nokkru öðru Evr­ópu­ríki, en hér­lendis mælist um fimmti hver kven­maður á þeim aldri með þung­lynd­is­ein­kenni sam­kvæmt evr­ópskri heilsu­fars­rann­sókn frá árinu 2015. Þá er algeng­asta dán­ar­or­sök íslenskra karl­manna á aldr­inum 18-25 ára sjálfs­víg, en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri.Þess vegna er sér­stak­lega mik­il­vægt að efla sál­fræði­þjón­ustu í háskólum lands­ins, þar sem algeng­asti ald­urs­hópur háskóla­nema er á bil­inu 18 til 25 ára. Í ljósi þess að til stendur að stytta skóla­göngu fram­halds­skóla­nema mun ein­ungis fjölga í þessum ald­urs­hópi innan háskól­ans. Við Háskóla Íslands stunda allt í allt 12.428 ein­stak­lingar nám. Við skól­ann starfar einn sál­fræð­ingur í hálfu stöðu­gildi. Að því sögðu má nefna að við­mið sam­taka banda­rískra skóla­sál­fræð­inga (NA­SP) gera ráð fyrir að ekki fleiri en 1.000 nem­endur standi að baki hverjum skóla­sál­fræð­ingi. Sé hlut­verk skóla­sál­fræð­ings ekki ein­ungis að greina og veita ráð­gjöf, heldur einnig veita við­eig­andi með­ferð, þá er mælt með að 500-700 nem­endur standi að baki hverjum skóla­sál­fræð­ingi.

Fjár­fest­ing til fram­tíðar

Svo virð­ist fjöldi fólks neiti sér um sál­fræði­þjón­ustu af fjár­hags­á­stæð­um, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Hag­stofu telja um 33% fólks sig ekki eiga efni á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta á sér­stak­lega við um ungt og tekju­lágt fólk. Að öllu óbreyttu þykir algeng­ast að ein­stak­lingur með kvíða og þung­lyndi þurfi að gera ráð fyrir 10-15 með­ferð­ar­tímum hjá sál­fræð­ingi hið minnsta. Bein útgjöld vegna slíkrar með­ferðar eru á bil­inu 120.000-220.000 krón­ur. Til sam­an­burðar er síð­ar­nefnda upp­hæðin um 30% af þeirri upp­hæð sem LÍN lánar ein­stak­lingi í leigu­hús­næði að hámarki í fram­færslu hverja önn. Þess vegna er ljóst að það reyn­ist ungu náms­fólki ómögu­legt að leita sér aðstoðar sál­fræð­ings miðað við þær upp­hæðir sem það hefur á milli hand­anna hverju sinni.

Rekja má brott­hvarf íslenskra háskóla­nema að miklu leyti rekja til slæmrar geð­heilsu.Það felur í sér umtals­verðan sam­fé­lags­legan kostnað þegar ungt fólk hverfur frá námi, auk þess sem þeir verða af tæki­fær­inu til að mennta sig eins og hugur þeirra stendur til. Við­un­andi sál­fræði­þjón­usta nem­enda sparar sam­fé­lag­inu mikla fjár­muni til lengri tíma lit­ið. Sem stendur er fjár­munum ekki for­gangs­raðað rétt til að bregð­ast við vand­an­um. 

Fjöldi ein­stak­linga þarf að neita sér um þessa lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu. Það leiðir til umfangs­meiri vanda­mála og kostn­að­ar­meiri úrræða til að bregð­ast við þeim vanda­mál­um. Lyfja­kostn­aður vegna and­legra vanda­mála er að miklu leyti nið­ur­greidd­ur, en mikill skortur hefur verið á öðrum úrræðum en lyfja­með­ferð við þung­lyndi og kvíða. Í því skyni ber að nefna að 46.266 ein­stak­lingar leystu út þung­lynd­is­lyf á Íslandi árið 2016, sem er um 22% aukn­ing frá árinu 2012. Þá er stærsti hluti örorku­bóta greiddur vegna geð­rænna veik­inda fólks.

Með auk­inni áherslu á geð­heil­brigð­is­mál í heil­brigð­is­kerf­inu tæk­ist okkur að koma í veg fyrir mik­inn sam­fé­lags­lega kostn­að. Auk þess sem tæk­ist að bjarga manns­líf­um, en það eitt og sér ætti að vera nægi­leg ástæða til þess að grípa til aðgerða. Það er undir okkur komið að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem þurfa á því að halda. Fram­tíðin er framund­an, líf fólks er í húfi.

Höf­undur er vara­þing­maður Við­reisnar og situr í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands.

Greinin birtist í Kjarnanum 4. apríl 2017