Hoggið þar sem hlífa skyldi

Í fréttum er það meðal ann­ars að íslenska krónan er enn og aftur að valda vanda, verð­bólgan er komin af stað og rík­is­stjórnin hefur end­ur­unnið fjár­laga­frum­varpið sitt áður en það kemur til 2. umræðu á þingi.

Við gerð fjár­mála­á­ætl­unar í vor og við fyrstu umræðu fjár­laga í sept­em­ber sl. vöruðum við í Við­reisn við því að þar réði ferð of mikil bjart­sýni varð­andi efna­hags­horfur á næst­unni. Nær væri að halda útgjalda­aukn­ingu í skefjum og beita þess í stað aga og skil­virkni til að nýta fjár­muni rík­is­ins sem best. Það er ein­fald­lega ávísun á vand­ræði ef helsti mæli­kvarði rík­is­stjórn­ar­innar á eigin störf er útgjalda­aukn­ing án nauð­syn­legar fram­tíð­ar­sýnar í hverjum mála­flokki, stefnu­mótun og for­gangs­röðun verk­efna.

Það var ekki hlustað í vor, ekki í sept­em­ber og því eru við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar nú við versn­andi horfum í rík­is­rekstri eðli­lega nið­ur­skurður útgjalda frá því frum­varpi sem kynnt var um miðjan sept­em­ber. Fjár­laga­nefnd Alþingis fékk nið­ur­skurð­ar­lista rík­is­stjórn­ar­innar afhentan fyrr í vik­unni og fjár­laga­frum­varpið fer í 2. umræðu á þingi á morgun svo breytt.

Öryrkjar og aldr­að­ir, enn og aftur

Í hinum nýju til­lögum rík­is­stjórnar VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar má merkja rauðan þráð. Sá þráður er nið­ur­skurður í fyr­ir­hug­uðum útgjöldum til vel­ferð­ar­mála, en útgjöld til eldri borg­ara, öryrkja og heil­brigð­is­kerfis eru skorin niður um 7 millj­arða kr. frá 1. umræðu til 2. umræðu fjár­laga.

Óvið­un­andi staða hvað varðar fram­boð hjúkr­un­ar­rýma er ekki best geymda leynd­ar­mál lands­ins. Land­læknir hefur bent á að það vanti um 25% upp á að þær kröfur sem ríkið geri til rekstr­ar­að­ila séu fjár­magn­að­ar. Þetta þýðir á manna­máli að ríkið borgar ekki raun­virði fyrir þjón­ustu sem kraf­ist er af þeim sem reka hjúkr­un­ar­heim­ili í dag. Afleið­ingin er t.d. sú að flest sveit­ar­fé­lög reka hjúkr­un­ar­heim­ili fyrir íbúa sína með bull­andi halla og þurfa að greiða með rekstr­inum með því að taka fjár­muni af öðrum verk­efn­um.

Þá eru nýjar upp­lýs­ingar um bið eftir var­an­legri búsetu í hjúkr­un­ar­rýmum veru­legt áhyggju­efni. Á fyrsta ári boð­aðrar stór­sóknar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefur fjölgað á biðlistum um 20%. Og nú á að skera fjár­magn til upp­bygg­ingar og end­ur­bóta á hjúkr­un­ar­rýmum fyrir aldr­aða niður um millj­arð í nýju til­lög­un­um.

Fram­lög til öryrkja áttu að aukast um 4 millj­arða kr. sam­kvæmt frum­varp­inu frá því um miðjan sept­em­ber. Til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar nú eru að skera 1,1 millj­arð kr. af þeirri aukn­ingu. Helstu rökin virð­ast þau að vel­ferð­ar­ráð­herra var ekki til­bú­inn með áætlun og öryrkjar lágu því vel við nið­ur­skurð­ar­hnífn­um. Það er synd því eins og margoft hefur komið fram, hafa öryrkjar sjálfir mjög skýra mynd af því í hvað þeir hefðu viljað verja þessum fjár­mun­um.

Fram­lög til nýrrar með­ferð­ar­bygg­ingar Land­spít­al­ans eru skorin niður um 2, 5 millj­arða kr. Þeirri ráð­stöfun fylgir áfram­hald­andi óhag­ræði í rekstri og fram­leng­ing á óvið­un­andi aðstöðu fyrir jafnt sjúk­linga sem starfs­fólk.

Síð­ast en ekki síst liggur nú fyrir að rík­is­stjórnin ætlar ekki að gera neitt til að bæta öldruðum og öryrkjum það upp gangi spár um aukna verð­bólgu eftir á næsta ári. Það mun að óbreyttu leiða til veru­legra kjara­skerð­inga fyrir þessa hópa.

Valtað yfir fjár­laga­nefnd

Það er rétt að halda því til haga að minni hækkun rík­is­út­gjalda en fyr­ir­huguð var, er ekki nið­ur­skurður rík­is­út­gjalda frá núgild­andi fjár­lög­um. Það er heldur ekki óeðli­legt að stigið sé á brems­una við núver­andi aðstæður og horfur í efna­hags­málum í ljósi þess hversu óvar­lega var farið í fyrstu umferð. Það eru hins vegar vinnu­brögðin sem eru veru­lega gagn­rýni­verð. Þetta er ein­fald­lega vond póli­tík.

Rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar bítur svo höf­uðið af skömminni með því að svara ekki sjálf fyrir þessar nið­ur­skurð­ar­til­lög­ur, heldur varpar þeim yfir á fjár­laga­nefnd Alþing­is. Nefndin hefur setið í tvo mán­uði í umræðu um fjár­lög en er síðan gert að kyngja breyt­ing­ar­til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar með litlum sem engum fyr­ir­vara. Þetta er ein­fald­lega aðför að sjálf­stæði nefnd­ar­innar og það er erfitt að ímynda sér að nefnd­ar­menn, hvort sem um er að ræða stjórn­ar­þing­menn eða þing­menn stjórn­ar­and­stöðu, séu hressir með þennan yfir­gang.

Von­andi hefur nefndin nýtt þó sér þá klukku­tíma sem hún fékk til að smíða til­lögur sem byggja á öðru en því að nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn renni auð­veld­ast í gegnum mála­flokka öryrkja og aldr­aðra. Það er hins vegar borin von að rík­is­stjórn­ar­hluta fjár­laga­nefndar þyki það góð hug­mynd að aft­ur­kalla fyr­ir­hug­aða lækkun rík­is­stjórn­ar­innar á veiði­gjöldum til að koma í veg fyrir nið­ur­skurð hjá öldruðum og öryrkj­um.

Það má þó láta sig dreyma.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 14. nóvemer 2018.