Ísland tækifæranna: heilbrigðisþjónusta

Innflytjendur frá EES-löndum geta komið til landsins með bláa evrópska sjúkrakortið sitt og fengið aðgang að sambærilegri heilsugæsluþjónustu og Íslendingar.

Aðrir útlendingar eru ekki jafnheppnir. Á Íslandi komast innflytjendur ekki inn í sjúkratryggingakerfið fyrr en eftir 6 mánaða dvöl. Fyrstu sex mánuðina þurfa menn að kaupa sér einkatryggingu. Þær tryggingar sem í boði eru koma með sjálfsábyrgð og eru ekki jafnviðamiklar og þær opinberu tryggingar sem aðrir búa við.

Mér sýnist Ísland aftur standa síst að vígi í norrænum samanburðu hvað varðar réttindi innflytjenda. Í Danmörku og Svíþjóð eru allir sem eru löglega skráðir með búsetu með tryggingu frá fyrsta degi. Í Noregi og Finnlandi er ekki gengið jafnlangt er þar er þó frekar miðað við áformaða dvöl, þ.e.a.s. þeir sem hyggjast búa í ár eða lengur og eru með þannig dvalarleyfi eru heilbrigðistryggðir frá upphafi.

Auðvitað kostar þetta. En við verður líka að sjá þetta frá því sjónarhorni að erum að reyna að fá fólk. Mörg lönd hafa komið sér upp kerfum þar sem sem auðvelda sérfræðingum í eftirsóttum starfsgreinum til að koma til landsins. Þeir sem það gera,  flytja búferlum, og taka fjölskyldur sínar með, vilja auðvitað að öll fjölskyldan njóti fullnægjandi heilbrigðistryggingar frá fyrsta degi.

 

Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin birtist á pawel.is 22. ágúst 2017.