Jón Steindór: Evrópumálin og Viðreisn

Í grein sem birtist í Kjarnanum gerir Jón Steindór Valdimarsson, stjórnarmaður í Viðreisn, Evrópustefnu flokksins að umtalsefni.

Kveikjan að tilurð Viðreisnar er áhugi frjálslynds fólks á aðild Íslands að Evrópusambandinu og mikil vonbrigði með hvernig haldið hefur verið á þeim málum undanfarin misseri. Loforð hafa verið svikin, ítrekuð fjöldamótmæli og loks ákall 20% kosningabærra um þjóðaratkvæði hunsuð. Þessi framganga varð til þess að frjálslyndu fólki blöskraði og skapaði frjóan jarðveg fyrir Viðreisn. Þar er kominn vettvangur fyrir þá sem vilja taka höndum saman á grundvelli frjálslyndis og að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum þannig að almenningur og neytendur verði í forgrunni.

Þá segir hann stefnuna vel varðaða og byggja á nokkrum grundvallaratriðum og segir þar m.a:

Í fimmta lagi að aðild að Evrópusambandinu fylgi margir kostir sem styrkja stöðu Íslands og efla hagsæld. Þess vegna eigi svo fljótt sem verða má að bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Niðurstaða þeirra samningaviðræðna verði einnig borin undir þjóðina. Báðar atkvæðagreiðslur verði bindandi. Þannig er þess gætt að þjóðin ráði för í þessu mikilvæga máli og um leið verður samningsstaða Íslands styrkari.

Það er mikilvægt að þessi stefna sé skýr í hugum fólks og enginn þurfi að velkjast í vafa um stefnu Viðreisnar í Evrópumálum.