Kjördagur

Kæru flokksfélagar,
 
Vindurinn fyllir seglin hjá okkur í Viðreisn! Mikill fjöldi fólks hefur verið í kosningamiðstöðvum okkar um allt land við ýmis störf; frambjóðendur, vinir, flokksmenn og fólk af götunni að sinna stórum verkum sem smáum.
 
Kosningakaffi og -vökur á kjördag
 
Á laugardag verður boðið upp á kosningakaffi og kosningavökur á fjórum stöðum á landinu:

Höfuðborgarsvæðið:

– Kosningakaffið verður í kosningamiðstöðinni í Borgartúni 16 frá kl. 14:00

– Kosningavakan verður á Nauthóli frá kl. 21:00
 
Reykjanesbær:

– Kosningakaffið verður á Ránni kl. 14-17

– Kosningavakan verður á Ránni frá kl. 21:00
 
Selfoss:

– Kosningakaffið verður á kosningaskrifstofunni við Eyrarveg 27 kl. 14-17

– Kosningavakan á kosningaskrifstofunni við Eyrarveg 27 frá kl. 21:00
 
Akureyri:

– Kosningakaffið verður í kosningamiðstöðinni við Hafnarstræti 99 kl. 14-16

– Kosningavakan verður einnig í kosningamiðstöðinni og hefst kl. 21:00
 
Ísafjörður:

– Kosningavaka verður í Edinborgarhúsinu frá kl. 21:00 
 
Viltu hjálpa?
 
Enn getum við bætt við fólki til að vinna mikilvæg störf fyrir og á kjördag.
 
Hvetjum fólk til að kjósa utankjörfundar ef þú veist að þau verða vant viðlátin á kjördag. Hér má lesa nánar um það.
 
Við eigum enn eftir örfáar götur í dreifingu á dreifibréfi okkar í Suðvesturkjördæmi. Áhugasamir um heilsubótargöngu fyrir flokkinn sendið póst á johanna@vidreisn.is.