Lykill að góðu samfélagi

Frelsi, jafn­rétti, umburð­ar­lyndi og sam­kennd eru þræðir sem þarf að flétta saman af kunn­áttu og alúð til þess að úr verði sterk taug sem hægt er að ríða úr þéttriðið net góðs frjáls­lynds sam­fé­lags. Árangur næst ekki nema raddir þess­ara sjón­ar­miða séu sterk­ar. Við­reisn gegnir hér lyk­il­hlut­verki.

Frjáls­lyndur og alþjóða­sinn­aður

Við­reisn hefur markað sér sess sem frjáls­lyndur og alþjóð­lega sinn­aður flokk­ur. Hann byggir stefnu sína og störf á jafn­rétti og hug­mynda­fræði frjáls­lynd­is. Leið­ar­stefin í stefnu flokks­ins eru frjáls­lyndi og jafn­rétti, rétt­látt sam­fé­lag, efna­hags­legt jafn­vægi og alþjóð­leg sam­vinna. Á þessum grund­velli vinnur Við­reisn að því að skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem almanna­hags­munir ganga framar sér­hags­munum og allir ein­stak­ling­ar, heim­ili og fyr­ir­tæki njóta jafn­ræð­is.

Snarpur og knár

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Við­reisn var stofn­aður 24. maí 2016. Á þessum tveimur árum hefur flokk­ur­inn tekið þátt í tvennum kosn­ingum til Alþing­is, átt sæti í rík­is­stjórn eftir fyrri kosn­ing­arn­ar, en verið í stjórn­ar­and­stöðu í kjöl­far þeirra seinni. Óhætt er að full­yrða að ráð­herrar og þing­menn Við­reisnar hafi sinnt störfum sínum af alúð og náð að setja mark sitt á stjórn­málin á vett­vangi rík­is­stjórnar og þings. Það hefur tek­ist með skýrri stefnu­mörk­un, lif­andi flokks­starfi og óþreyt­andi flokks­fólki og starfs­mönn­um. Á sama tíma hefur flokk­ur­inn sjálfur tekið á sig full­skap­aða mynd sem alvöru stjórn­mála­flokkur með öllum þeim innviðum og skipu­lagi sem þarf til.

Við­reisn í nær­sam­fé­lag­inu

Nýr kafli í tveggja ára sögu Við­reisnar verður skrif­aður þann 26. maí.  Þá tekur flokk­ur­inn í fyrsta sinn þátt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og kemur við sögu á tólf stöð­um. Við­reisn býður fram eigin lista í Hafn­ar­firði, Mos­fellsbæ og Reykja­vík. Í Kópa­vogi er sam­eig­in­legur listi með Bjartri fram­tíð, í Árborg sam­eig­in­legur listi með Pírötum og óháðum, á Sel­tjarn­ar­nesi er sam­eig­in­legt fram­boð með Neslist­an­um. Í Reykja­nes­bæ, Stykk­is­hólmi, Akur­eyri, Garða­bæ, Ísa­fjarð­arbæ og í Fjalla­byggð kemur Við­reisn­ar­fólk að fram­boði bæj­ar­mála­lista af ýmsu tagi.

Á öllum þessum stöðum hefur gott og hæft fólk valist til for­ystu. Fólk sem óhætt er að teysta til góðra verka. Áherslur milli sveit­ar­fé­laga eru auð­vitað mis­mun­andi enda aðstæður og úrlausn­ar­efni oft af ólíkum toga. Leið­ar­stefin í stefnu Við­reisnar eru alls staðar und­ir­liggj­andi og móta mál­efnin sem sett eru á odd­inn á hverjum stað.

Úrslit kosn­inga skipta máli

Frjáls­lynt sam­fé­lag byggt á frelsi, jafn­rétti, umburð­ar­lyndi og sam­kennd verður ekki til af sjálfu sér. Slíkt sam­fé­lag verður ekki til nema þeir sem aðhyll­ast þessi sjón­ar­mið taki höndum saman um að vinna þeim fram­gang. Gildir þá einu hvort kosið er til Alþingis eða sveit­ar­stjórna. Stefna Við­reisnar er skýr og Við­reisn­ar­fólk hefur bæði getu og vilja til þess að vinna hörðum höndum að því að hrinda hug­sjónum sínum í fram­kvæmd til góðs fyrir okkur öll. Til þess að svo megi verða þarf full­tingi kjós­enda á kjör­dag.

Grein birtist fyrst á Kjarnanum 20. maí 2018.