Málefnin ráða för

Nýjar fylgiskann­anir benda til breyt­inga á hinu póli­tíska lit­rófi. Kosn­inga­bar­áttan er hafin af fullum krafti – og sömu­leiðis kosn­inga­skjálft­inn sem þeirri bar­áttu fylg­ir. Því eru stjórn­mála­menn byrj­aðir að brýna vopnin og sækja fram fyrir kom­andi kosn­inga­bar­áttu. Ljóst er að þessar kosn­ingar verða sögu­legar að því leyt­inu til að engin lík­leg stjórn­ar­myndun tveggja flokka liggur fyrir.

Í allri þessi umræðu hefur það borið á góma að for­ystu­menn stjórn­mála­flokka úti­loka sam­starf við aðra til­tekna stjórn­mála­flokka. Það eru góð og gild rök fyrir slíkri ákvörð­un, eins og þau að veita kjós­endum sínum skýr svör um hvernig málum skuli háttað í haust.

Þessu svarar Við­reisn á þann hátt að ekk­ert sé úti­lok­að, en flokk­ur­inn fari þó ein­ungis í sam­starf þar sem áherslur hans ná fram. Það eru einna helst rót­tækar kerf­is­breyt­ingar með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Mark­aðs- og upp­boðs­leið í sjáv­ar­út­vegi, nútíma­leg land­bún­að­ar­stefna byggð á eðli­legri sam­keppni og kosn­ingar um fram­hald aðild­ar­við­ræðna við ESB eru allt meðal stefnu­mála Við­reisnar. Einnig telur flokk­ur­inn að breyt­ing stjórn­ar­skrár sé nauð­syn­leg. Allt þetta eru skref til að koma sam­fé­lagi okkar inn í nútíð­ina. Mögu­legur sam­starfs­flokkur Við­reisnar þyrfti auð­vitað að sam­þykkja þessi stefnu­mál.

Aðrir flokkar hafa svip­aðar breyt­ingar meðal stefnu­mála. Það einmitt til að koma sam­fé­lag­inu inn í nútíð­ina. Þess vegna kemur það á óvart að þeir skuli sumir hverjir enn beita aðferðum síð­ustu ald­ar. Tekin er ákvörð­un, jafn­vel án skýrs umboðs flokks, um að kasta sam­vinnu á glæ og úti­loka mögu­legt sam­starf við ákveðna flokka. Stjórn­mála­menn ger­ast svo enn og aftur gam­al­dags og reyna að nýta sér tæki­færið í umræð­unni til ráð­ast að öðrum, sem gætu mögu­lega ógnað þeirra eigin stöðu í kosn­ingum í haust. Ljóst er að kosn­inga­skjálft­inn er svo sann­ar­lega haf­inn. Þegar reyndir stjórn­mála­menn svo mis­skilja umræð­una á þennan hátt, þá er margt sem bendir til þess að þarna séu það eig­in­hags­munir og atkvæða­kaup sem ráða för, fremur en hug­sjónir og mál­efni.

Við­reisn tekur þá skýru afstöðu að mál­efnin skuli ráða för í haust. Því auð­vitað eiga þau að gera það – og þá á ákvörðun um sam­starf ekki að ráð­ast af geð­þótta eða henti­stefnu stjórn­mála­manna hverju sinni, heldur hvaða stjórn­mála­flokkar geta unnið saman til að koma umbótum í gegn. Þannig skap­ast raun­veru­legt hreyfi­afl jákvæðra breyt­inga í íslensku sam­fé­lagi. Mik­ill skortur hefur verið á því, þar sem stjórn­mála­menn virð­ast fastir í því fari að byggja ákvarð­anir á geð­þótta og henti­stefnu. Þetta sýnir okkur enn og aftur hve nauð­syn­legur fersk­leiki er í íslenskum stjórn­mál­um.

Grein birtist upphaflega í Kjarnanum