Minni vextir þýða meiri velferð.

Við höfum sett fram slagorðið: Hægri hagstjórn, vinstri velferð.

Munurinn á okkur og flokkum sem liggja lengst til vinstri er að við ætlum ekki að taka lán fyrir velferðinni eða skattleggja þjóðina í drep. Við ætlum ekki að skuldsetja börnin okkar til að pumpa lofti í velferðarkerfið. Velferðin þarf að byggjast á traustum grunni.

Ari Trausti Guðmundsson, sá ágæti þingmaður VG, gerði lítið úr hægri hagstjórn, vinstri velferð og spurði: „Eða hver myndi skilja ef ég segðist á hinn bóginn stunda vinstri hagstjórn og hægri velferð?“ Það er hárrétt hjá Ara Trausta að tilhugsunin setur að okkur hroll við tilhugsunina. Einmitt þess vegna er okkar slagorð eins og það er.

Ágætu félagar og vinir!

Þegar við héldum af stað með Viðreisn boðuðum við öðruvísi stjórnmál. Stjórnmál sem snúast um málefni, stjórnmál sem snúast um framtíð barna okkar, stjórnmál sem snúast um velferð foreldra okkar, stjórnmál sem snúast um að sameina hagsmuni almennings og fyrirtækja, sameina hagsmuni útgerðar og íbúanna í landinu, sameina hagsmuni neytenda og bænda.

Okkur dreymdi um þetta þá og okkur dreymir um það enn. Við viljum vinna með almannahagsmuni en aldrei sérhagsmuni að leiðarljósi – við viljum vinna fyrir alla – ekki bara suma.

Við viljum standa af ábyrgð við gefin loforð – rétt eins og við gerðum eftir bestu getu í lausn stjórnarkreppunnar og þátttöku í 8  mánaða ævi ríkisstjórnarinnar. Við stóðum við loforðin og við vorum drifkrafturinn í ríkisstjórninni sem sprakk áður en okkur auðnaðist að hrinda mörgum af okkar góðum málum í framkvæmd. Við þorum að tala um Evrópusambandið og evruna, við tölum um stöðu Íslands í umheiminum og það að við viljum vera þjóð meðal þjóða. Við erum Evrópuþjóð og reynsla undanfarinna ára sýnir að þar eigum við öruggasta bandamenn í breyttum heimi.

Upphlaupið í kringum stjórnarslitin sýnir hve mikilvægt það er að við sýnum yfirvegun og forðumst hleypidóma þegar óvæntir atburðir eða upplýsingar koma upp. Við þurfum að geta gripið í neyðarhemilinn og sýnt yfirvegun. En jafnframt minnir það okkur á að stjórnmálamenn verða að geta þolað röntgenaugu fjölmiðla og kjósenda.

Kjósendur vilja festu og stöðugleika. Myndin sem blasir við á hinu pólitíska sviði er óreiða og upplausn. Kjósendur vilja ábyrgð, ekki ístöðuleysi. Kjósendur vilja öryggi í efnahagsmálum og hóflega skattheimtu en sumir flokkar, og þar fara Samfylkingin og VG í fararbroddi, vilja hækka skatta um tugi milljarða króna á ári. En skattahækkunin á ekki að koma við almenning. Nei, nei, nei, segja foringjar þeirra. Það á að hækka skattana á einhverja aðra.

Umræða af þessu tagi minnir á söguna um atvinnurekandann sem sagði: „Ef fólk getur ekki lifað á kaupinu sínu, þá verður það bara að lifa á einhverju öðru.“ Svona setningar eru gott efni í gamansögur, en þær eru óboðlega í opinberri umræðu. Flokkar sem lögðu til skattahækkanir upp á 236 milljarða á einu kjörtímabili eins og Samfylkingin gerði á Alþingi, eða 334 milljarða eins og VG, geta ekki sagt að þetta séu bara skattar á einhvera aðra.

 

Góðu félagar!

Ég er stoltur af málefnum Viðreisnar, loforðum hennar og efndum. Ég er stoltur af frambjóðendum okkar og sannfærður um að Viðreisn er komin til að vera í íslenskum stjórnmálum til langrar framtíðar. Í þeim efnum leikum við öll sem hér erum lykilhlutverk.

Komandi kosningar snúast um lífskjör fólksins í landinu. Þrátt fyrir þessa miklu uppsveiflu sem við lifum nú,  má bæta lífskjörin verulega, svo þau séu samkeppnishæf við það sem fólk býr við í nágrannalöndunum. Og þá auðvitað að góð lífskjör séu fyrir alla. Ekki bara suma.

Við höfum sett fram slagorðið: Hægri hagstjórn, vinstri velferð.

Munurinn á okkur og flokkum sem liggja lengst til vinstri er að við ætlum ekki að taka lán fyrir velferðinni eða skattleggja þjóðina í drep. Við ætlum ekki að skuldsetja börnin okkar til að pumpa lofti í velferðarkerfið. Velferðin þarf að byggjast á traustum grunni.

Ari Trausti Guðmundsson, sá ágæti þingmaður VG, gerði lítið úr hægri hagstjórn, vinstri velferð og spurði: „Eða hver myndi skilja ef ég segðist á hinn bóginn stunda vinstri hagstjórn og hægri velferð?“ Það er hárrétt hjá Ara Trausta að tilhugsunin setur að okkur hroll við tilhugsunina. Einmitt þess vegna er okkar slagorð eins og það er.

 

Ágætu félagar!

Það er of allt of dýrt að vera Íslendingur.

Við viljum lækka þann kostnað með því að lækka vexti og  að jafna sveiflurnar í efnahagslífinu, sem eru okkur öllum mjög dýrar, með því að koma böndum á krónuna, gera gjaldmiðilinn stöðugri. Við segjum það óhikað að við viljum stefna að upptöku evru, þó að á þeirri vegferð verði nokkrir áfangar. Sá fyrsti er gengisfesta með myntráði. Venjuleg fjölskylda sem skuldar 30 milljónir í húsnæðislán myndi spara 80 þúsund kr. á mánuði í vexti ef gengisstöðugleiki væri eins og í nágrannalöndunum. Vextir eru mikilvægasta velferðarmálið. Minni vextir þýða meiri velferð.

Traust efnahagsstjórn og sterkt velferðarkerfi þurfa ekki að vera andstæður. Styrk efnahagsstjórn er þvert á móti forsenda velferðar. Við berjumst gegn ofbeldi, einkum gegn konum, ráðumst gegn geðsjúkdómum um leið og þeirra verður vart, oft þegar á barnsaldri og aukum frelsi lífeyrisþega til að afla sér tekna án þess að þær séu teknar af þeim strax aftur. Afnám frítekjumarks aldraðra og öryrkja eykur velsæld einstaklinga, eflir fyrirtækin sem þurfa á starfsmönnum að halda og eflir þjóðarhag, því fleiri hendur leggja hönd á plóg.

Tækifæri Íslands liggja í minni sveiflum í efnahagslífinu, í því að hér geti fyrirtæki og heimili siglt lygnan sjó, í stað þess að takast á við sífelld boðaföll. Frá aldamótum höfum við upplifað tvær miklar uppsveiflur, en uppsveiflunum fylgir alltaf sá ótti að gósentíðinni ljúki, að erfiðari tímar taki við. Og við þekkjum af sögunni að þeir tímar geta verið mjög erfiðir. Efnahagsstjórn Viðreisnar hefur staðist próf lánhæfismatsfyrirtækja, Seðlabankans, AGS og OECD. Höldum áfram á sömu braut.

Í þriðja lagi þykir okkur afar mikilvægt að við fáum að halda áfram  að vinna að húsnæðismálum. Við erum með mikla áætlun í gangi sem hófst 1. júní síðastliðinn sem miðar að því að húsnæðiskrísunni á höfuðborgarsvæðinu ljúki innan tveggja ára og framboð af litlum og hagkvæmum eignum aukist verulega á markaði, Íbúðalánasjóður hefur sagt að vonast megi til að rofi til vorið 2019. Til viðbótar við það teljum við nauðsynlegt að bæta hressilega í séreignarsparnaðarleið, með það að markmiði að safna megi fyrir útborgun í 30 milljón króna eign á innan við 4 árum, jafnvel þótt enginn annar sparnaður sé til staðar.

Þetta köllum við velferð á varanlegum grunni.

 

Góðu félagar og vinir!

Við sjáum að í skoðanakönnunum eru miklar sveiflur dag frá degi og kjósendur óskuðu sér svo sannarlega alls annars en að standa í þeim sporum að þurfa að kjósa réttu ári eftir síðustu kosningar. Við lokum ekki augunum fyrir því að við eigum á brattann að sækja, en við þurfum engu að kvíða þegar kosningabaráttan hættir að snúast um kökuskreytingar heldur snýst um kjör almennings; þegar hún hættir að snúast um Panama og fer að snúast um pólitík, þegar hún hættir að snúast um innantóm loforð og fer að snúast um athafnir í grundvallarmálum þjóðarinnar. Við munum vinna á í aðdraganda kosninganna ef við höldum okkur við pólitíska kosningabaráttu en ekki persónulega.

Við höldum kappsfull af þessum fundi, sannfærð um að með góða og heiðarlega stefnu, glæsilega frambjóðendur í öllum kjördæmum og góða reynslu almennings af því að við stöndum við okkar stefnu.

Við eigum öll okkar draum um góða framtíð. Með góðri kosningu Viðreisnar getum við látið drauminn rætast.