Næstum því fín grein Sigurðar Inga (BJ)

Formaður Framsóknarflokksins skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið þann 10. ágúst síðastliðinn. Hún virðist reyndar hafa verið óyfirlesin og ég lagfærði því nokkrar ambögur þannig að nú er hún rétt. Feitletraður texti er leiðréttingar mínar og þeim sem ekki sáu greinina í Mogganum til fróðleiks læt ég rangan texta Sigurðar Inga fylgja yfirstrikaðan.

Háir vextir

Háir vextir hér á landi eru Íslenska krónan er undirliggjandi vandi hagkerfisins hér á landi og henni fylgja háir vextir og gengisflökt og hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Háir vextir draga erlent fjármagn til landsins sem veldur sveiflukenndu gengi. Háir vextir valda því að íslensk heimili greiða nokkrum milljónum króna meira af húsnæðislánum sínum borið saman við löndin í kringum okkur og fyrirtækin greiða hærri fjármagnskostnað. Háir vextir eru tilkomnir vegna krónunnar ákvörðunar Seðlabankans og bankarnir græða. Þetta er hins vegar hægt að laga, við getum fest gengið eða tekið upp nýjan gjaldmiðil næsti vaxtaákvörðunardagur er 23. ágúst.

Verndun vaxta
Háir vextir sem leiða óhjákvæmilega til vaxtamunaviðskipta eru í eðli sínu óstöðug atvinnugrein innan hagkerfisins og valda þrýstingi á gjaldmiðilinn [háir vextir eru almennt ekki taldir vera atvinnugrein, en svona stóð þetta í Morgunblaðinu]. Fjármálaráðherra lætur reka á reiðanum bendir á rót vandans. Fer í herferð gegn eigin mynt og heldur því hinu gagnstæða fram, að háir vextir séu tilkomnir vegna óstöðugleika krónunnar. Staðreyndin er sú að eftirspurnin eftir háum vöxtum er mikil og krónan sveiflast í kjölfarið. Þeir sem fjármagnið eiga sækjast eftir því að fjárfesta hér á hærri vöxtum en hægt er að fá í öðrum löndum. Hagkerfið er gjörbreytt frá 2003 þegar núverandi peninga- og hávaxtastefna voru tekin upp. Núna erum við útflytjendur á fjármagni.

Viðvarandi vaxtavandamál
Hætturnar eru kunnuglegar. Þegar verðbólguvæntingar aukast þá er líklegt að Seðlabankinn hækki vexti og dragi til sín fleiri fjárfesta sem styrkir krónuna enn frekar. Fjárfestar munu ekki hika í sínum ákvörðunartökum og geta metið að hæstu hæðum krónunnar sé náð, farið út með sitt fé, allir í einu og afleiðingin er gamalkunn; gengið fellur og verðbólgudraugurinn rankar við sér.
Það er því ekki boðlegt að ráðstöfunarfé almennings stýrist af væntingum fjárfesta, hvort þeir eigi að selja krónurnar eða ekki sem þeir eru að ávaxta hér á landi. Þeir sem fjármagnið eiga stýra sveiflunum, hagnast sem aldrei fyrr – og bilið breikkar milli þeirra sem eiga og hinna sem greiða.

Það sem þarf að gera
Ráðaleysi Stefnufesta er einkennandi fyrir ríkisstjórnina. Fjármálaráðherra og hans flokkur sem á aðild að ríkisstjórn eiga þá ósk heitasta að skipta út krónunni út fyrir evru. Þeir efnameiri skuli auk þess hagnast á háum vöxtum. Formaður og varaformaður Viðreisnar hafa nýlega skrifað greinar sem benda á að háir vextir sem fylgja krónunni séu skaðlegir fyrir þá sem vilja eignast húsnæði og íslensk fyrirtæki í samkeppni við útlend. Ekki verður heldur betur séð að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi beinst sérstaklega að því að undirbúa hagkerfið til að taka á móti sveiflum. Er ekki skynsamlegt að halda áfram að byggja upp gjaldeyrisforða til að vega upp á móti útstreymi fjármagns? Sterkur gjaldeyrisforði er einmitt grundvöllur undir hugmyndum Viðreisnar um myntráð. Á sama hátt er brýnt að byggja upp stöðugleikasjóð eins og ríkisstjórnin undirbýr núna með það að markmiði að hjálpa til við efnahagslegan stöðugleika. Vaxtamunaviðskipti er of áhættusöm atvinnugrein og leiðir til meira ójafnvægis en hagkerfið ræður við. Ójöfnuður eykst. Þess vegna þarf að lækka vexti.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Leiðréttingar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar