Opinn málfundur um stjórnarskrá

Stjórnarskráin og hugsanlegar breytingar á henni hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Brýnt er að skoða málið gaumgæfilega og því heldur Viðreisn opinn málfund á þriðjudag.

Tveir frummælendur flytja erindi um stjórnarskrá Íslands og sitja síðan fyrir svörum fundargesta:

Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og formaður nefndar stjórnlagaráðs.

Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar og formaður stjórnlagaráðs.

Fundurinn verður haldinn í Viðreisnarsalnum, Ármúla 42 þriðjudaginn 31. maí, klukkan 17:00.

Umræður verða að ræðum loknum. Allir velkomnir og hvattir til þess að mæta!

Nánari upplýsingar hér.