Það þarf að manna sóknina

Kjara­bar­átta ljós­mæðra er dap­ur­leg birt­ing­ar­mynd þeirrar stefnu sem hér hefur verið rekin um ára­bil; að menntun og störf kvenna skuli vega minna en menntun og störf karla. Það er að minnsta kosti ill­mögu­legt að lesa annað úr þeirri stað­reynd að þær stéttir sem bera minnst úr býtum í kjara­samn­ingum við hið opin­bera eru stéttir þar sem konur eru í yfir­gnæf­andi meiri­hluta.  

Góðu frétt­irnar eru hins vegar að þetta þarf ekki að vera svona. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að menntun og störf kvenna sé ekki metin til jafns við menntun og störf karla, það er afleið­ing af póli­tískri stefnu­mót­un, aðgerðum og aðgerða­leysi.  Og þessu má breyta.

Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi ráð­herra jafn­rétt­is­mála, er fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta. Að til­lög­unni stóðu auk þing­flokks Við­reisn­ar, þing­flokkur Sam­fylk­ingar og Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður Pírata. Til­lagan kveður á um að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að leiða við­ræður við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um sér­stakt átak, þjóð­ar­sátt, um bætt launa­kjör kvenna­stétta til við­bótar við almennar hækk­anir kjara­samn­inga.

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan felur í sér að fram fari ítar­leg grein­ing á launa­kjörum fjöl­mennra kvenna­stétta, svo sem kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks, í sam­an­burði við aðrar stéttir með sam­bæri­lega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opin­bera. Slík grein­ing þarf ekki að taka langan tíma. Ef marka má þær upp­lýs­ingar sem þegar liggja fyr­ir, mun hún stað­festa að launa­kjör þess­ara stétta stand­ist illa sam­an­burð við sam­bæri­legar karla­stéttir hvað varðar ábyrgð og mennt­un.

Þetta mun kosta

Þessar kvenna­stéttir eiga það sam­eig­in­legt að störfin eru fyrst og fremst hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum og það er því á ábyrgð hins opin­bera að tryggja að launa­kjörin séu í sam­ræmi við það sem gengur og ger­ist á vinnu­mark­aði, hjá öðrum starfs­stéttum með sam­bæri­lega menntun og ábyrgð.  Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að ein ástæða þess að hið opin­bera hefur hér lengi dregið fæt­urna í að lag­færa launa­kjör þess­ara stétta, er sú að þetta eru almennt fjöl­mennar starfs­stétt­ir. Það mun hafa kostnað í för með sér að leið­rétta kjör­in. Þann kostnað þarf að bera saman við það sem það mun kosta sam­fé­lagið að tefja málið enn frek­ar. Hvað það mun kosta okkur að halda áfram á sömu óheilla­braut með til­heyr­andi brott­hvarfi mennt­aðs fólks úr heil­brigð­is- og mennta­kerfum okk­ar.  

Á hinum almenna vinnu­mark­aði er inn­byggð sjálf­virk leið­rétt­ing við svona aðstæður þar sem fram­boð og eft­ir­spurn ræðst m.a. af starfs­kjör­um. Þannig virka hlut­irnir ekki á hinum opin­bera mark­aði og því þarf annað að koma til. Það er lyk­il­at­riði að ná hér sam­stöðu allra helstu sam­taka innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um átak af þessu tagi og sam­þykki fyrir því að sér­stakar hækk­anir á grund­velli þess yrðu ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra starfs­stétta. Þetta er ekki ein­falt við­fangs­efni, enda væri vand­inn lík­lega löngu leystur ef svo væri. En ein­falda leið­in, að halda áfram að gera ekk­ert, skilar okkur verstu nið­ur­stöð­unni fyrir íslenska þjóð.  

Nú er lag

Nýút­komin fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til  næstu ára upp­fyllir sann­ar­lega ekki for­dæma­litlar yfir­lýs­ingar stjórn­ar­flokk­anna um stór­sókn á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Hér er hins vegar tæki­færi til að standa við stóru orðin varð­andi jafn­rétt­is­mál og reyndar yrði svona þjóð­ar­sátt líka merkur vitn­is­burður um sókn á sviði vel­ferð­ar­mála og mennta­mála.  Það þarf nefni­lega að manna sókn­ina.

Við sem að mál­inu stöndum viljum eðli­lega fá stjórn­ar­flokk­ana með okk­ur. Þjóð­ar­sáttin þarf að byrja með sam­stöðu á sviði stjórn­mál­anna. Og það ætti ekki að þurfa sér­staka brýn­ingu til. Þegar flett er í gegnum stjórn­ar­sátt­mála síð­ustu rík­is­stjórna er ljóst að þeir stjórn­mála­flokkar sem þar hafa komið að málum hafa haft hug á að því að leið­rétta þennan ójöfn­uð.

Af því að ljós­mæður og bar­átta þeirra fyrir leið­rétt­ingu á kjörum sínum er í brennid­epli núna, er við­eig­andi að hverfa 10 ár aftur í tím­ann. Þá stóðu ljós­mæður í alveg sömu bar­áttu um að fá menntun sína og störf metin að verð­leikum í sam­ræmi við aðrar stéttir með svip­aða mennt­un. Í stjórn­ar­sátt­mála þáver­andi rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar stóð að end­ur­meta bæri sér­stak­lega kjör kvenna hjá hinu opin­bera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri­hluta.

Aðrir stjórn­ar­sátt­málar hafa kveðið á um svip­aða hluti, lýst yfir vilja til að útrýma kyn­bundnum launa­mun, lagt áherslu á jöfn kjör kynja á vinnu­mark­aði og svona mætti áfram telja. Rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar lætur sér reyndar nægja í þessu sam­hengi að vísa í verk fyrri rík­is­stjórnar sem lög­festi jafn­launa­staðal undir for­ystu Við­reisn­ar, en það er erfitt að trúa því að óreyndu að meðal stjórn­ar­flokk­anna sé ekki stuðn­ingur við þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta. Í slíkri þjóð­ar­sátt felst nefni­lega hin sanna stór­sókn í átt til auk­innar far­sæld­ar.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 7. apríl 2018.