Við borgum heilu húsi meira

Vaxta­kostn­aður er að sliga íslenskar fjöl­skyld­ur. Him­in­háir vextir eru fórn­ar­kostn­aður sjálf­stæðrar pen­inga­stefnu í litlu landi. En þessi veru­leiki er ekk­ert ­nátt­úru­lög­mál heldur afleið­ing af póli­tískri sýn. Lækkun vaxta er ein­fald­lega ein mesta kjara­bót sem hægt er að færa íslenskum heim­il­u­m. 

Tíunda sæti á lífs­gæð­a­lista OECD  er ekki svo slæmt. Ef marka má í­halds­sama ­nálgun hefð­bund­inna stjórn­mála­flokka á nauð­syn­legar kerf­is­breyt­ingar sem myndu koma okkur ofar á list­ann, má ætla að þar séu menn bara nokkuð sátt­ir. En er þjóðin sátt? 

OECD gefur árlega út lista, Better Life Index, yfir stöðu mála hjá hinum 38 ríkjum sam­tak­anna. Til grund­vallar liggja þættir á borð við tekj­ur, atvinnu­leysi, mennt­un, heilsu, lýð­ræð­is­lega þátt­töku, jafn­rétti, öryggi og hús­næð­is­mál. 

Skert lífs­gæði vegna ofur­vaxta

Það blikka eldrauð ljós þegar hús­næð­is­málin eru skoðuð nán­ar. Ekki vegna þess að Íslend­ingar búi almennt illa, heldur vegna þess gríð­ar­lega kostn­aðar sem fólk þarf að kosta til, til þess að koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið. Að með­al­tali nota Íslend­ingar fjórð­ung af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í hús­næði og sitja í fimmta neðsta sæti lífs­gæð­a­lista OECD. Þetta er stað­reynd, þrátt fyrir að kostn­aður við ýmsa þætti hús­næð­is­kostn­aðar eins og raf­magn og hita sé lægri hér á landi en víð­ast ann­ars stað­ar. Eins og staðan er í dag borgum við Ís­lend­ing­ar heilu húsi meira af fast­eigna­lánum okkar en nágrannar okkar á Norð­ur­lönd­um. 

Enn og aftur er það stað­fest að óþarf­lega hár vaxta­kostn­aður skerðir lífs­gæði Íslend­inga fram úr öllu hófi. Það er jafn óskilj­an­legt og það er óásætt­an­legt að stjórn­völd hafa um ára­bil kosið að stinga höfð­inu í sand­inn í stað þess að takast á við vand­ann. 

Vaxta­kostn­aður er að sliga íslenskar fjöl­skyld­ur. Him­in­háir vextir eru fórn­ar­kostn­aður sjálf­stæðrar pen­inga­stefnu í litlu landi. En þessi veru­leiki er ekk­ert ­nátt­úru­lög­mál heldur afleið­ing af póli­tískri sýn. Lækkun vaxta er ein­fald­lega ein mesta kjara­bót sem hægt er að færa íslenskum heim­il­u­m. 

Ofur­vextir eru ekki nátt­úru­lög­mál

Íslensk þjóð hefur um ára­tuga skeið mátt þola ofur­vexti sem eru algjör­lega úr sam­hengi við það sem tíðkast í nágranna­löndum okk­ar. Nú búum við um 5-6% hærri vexti en önnur Norð­ur­lönd. Þann mun má að lág­marki ­lækka um helm­ing fyrir mitt næsta kjör­tíma­bil ef sam­staða næst um aðgerð­ir. Sú lækkun mun sam­svara um 80.000 kr. launa­hækkun á mán­uði til heim­ila með 20 milljón króna hús­næð­is­lán. Aðrar til­lögur stjórn­mála­flokk­anna til að auð­velda hús­næð­is­kaup kom­ast ekki í hálf­kvist­i við þetta.

Hvað er mynt­ráðs­leið­in?

Við­reisn leggur til að gengi krón­unnar fest við gengi ann­arrar mynt­ar, t.d. evru. Þessi geng­is­fest­ing yrði síðan studd með mynd­ar­legum gjald­eyr­is­vara­forða, sem við eigum nú þeg­ar, og öruggri  hag­stjórn. Þessi leið, svokölluð mynt­ráðs­leið, er til­laga Seðla­banka Íslands sem hefur með henni útfært nákvæma áætlun í átt að lægri vöxt­um, stöð­ugu gengi og útrým­ingu verð­trygg­ingar í kjöl­far­ið. 

Er ekki komið nóg af fréttum af Íslend­ingum sem flýja ofur­vext­ina? Er ekki tími til kom­inn að pen­inga­stefna Íslands sé mótuð með hags­muni íslensks almenn­ing í huga?  

Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir