Viðreisn gefur kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið

Í kvöld­fréttum RÚV þann 17.apríl sl. var  áhuga­vert við­tal við Mar­gréti Björgu Ást­valds­dótt­ur, félags­fræði­nema, sem skrif­aði BA rit­gerð sína um umgjörð og aðbúnað fót­boltaliða í efstu deild karla og kvenna. Hún taldi nið­ur­stöð­urnar slá­andi, enda kynja­mis­réttið algert og birt­ist í öllum þáttum sem skoð­aðir voru. Hér er átt við aðgengi að þjálf­ur­um, æfinga­tím­um, bún­inga­klef­um, æfinga­svæð­um, útgjöldum í mark­aðs­setn­ingu svo nokkur dæmi séu tek­in. Þó að hér hafi aðeins verið að kanna efstu deild­irnar þá á þetta við í öllum flokkum og allt niður í yngstu deildir barna.  

Því miður koma þessar nið­ur­stöður und­ir­rit­aðri ekk­ert á óvart. Fyrir tæp­lega átta árum þegar ég var for­maður Íþrótta- og tóm­stund­ar­ráðs Reykja­víkur var mis­réttið á milli drengja og stúlkna sem stund­uðu bolta­í­þróttir í Reykja­vík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við mála­flokkn­um. Í fram­haldi óskaði ég eftir því að Mann­rétt­inda­skrif­stofa borg­ar­innar myndi gera ítar­lega úttekt á jafn­rétt­is­málum hjá íþrótta­fé­lögum í Reykja­vík. Vonir mínar um breyt­ingar á þess­ari skekkju innan íþrótta­fé­lag­anna urðu fljót­lega að von­brigð­um. Það stóð sann­ar­lega á svörum frá for­ystu félag­anna og á sam­eig­in­legum fundi ÍTR ráðs­ins, ÍBR og for­manna um það bil ári eftir að úttektin hóf­st, kom fram að flestum fannst þetta eig­in­lega bara óþarf­i,enda væru allar stefnur með klausu um jafn­rétti.

Vissu­lega hefur bylt­ing­ar­kennt vatn runnið til sjávar síðan þessi úttekt var gerð. En það er þetta með mun­inn á milli orða á blaði og orða á borði. Það á ekki að vera ásætt­an­legt að á árinu 2018, eftir #metoo-­bylt­ingu, eftir #þögg­un-­bylt­ingu og #6dags­leik­inn-­bylt­ingu, að hægt sé að skýla sér bak við orð á blaði leng­ur. Það þarf með ein­hverjum hætti að tryggja að þessum klausum og orðum sé fylgt eftir með raun­veru­legu verk­lagi og við­brögðum þegar þörf er á.

Í stefnu Við­reisnar í Reykja­vík kemur eft­ir­far­andi fram:

Jafn­rétti á að vera leið­ar­stef í allri íþrótta­starf­semi í Reykja­vík. Íþrótta­fé­lög í Reykja­vík eiga að setja sér við­bragðs­á­ætlun í kyn­ferð­is­brota­málum og jafn­rétt­is- og jafn­launa­stefnu.

Förum nú aðeins í gegnum það í hug­an­um: hvað myndi til dæmis ger­ast ef launa­út­gjöld í efstu deildum þyrftu að vera þau sömu hjá körlum og kon­um. Íþrótta­fé­lög þyrftu þá ein­fald­lega að greiða afreks­konum meira en þau gera í dag. Þetta myndi mjög fljót­lega gera íslenskar kvenna­deildir sam­keppn­is­hæfar um laun, sam­an­borið við erlendar deild­ir. Fleiri fræg­ari leik­mönnum myndu fylgja fleiri áhorf­endur og íslenskir leik­menn fengju betri þjálf­un. Afleið­ingin til skammst tíma yrði þá fyrst og fremst öfl­ugri kvenna­deild­ir, sem eftir yrði tekið á alþjóða­vett­vangi.

Varla yrði það eitt­hvað slæmt? Jafn­rétti er nefni­lega ekki kvöð heldur tæki­færi.

Að því gefnu að full­trúar Við­reisnar í Reykja­vík nái kjöri í kom­andi kosn­ingum munu þeir fylgja  þessu eftir með því að bera upp til­lögu þess efnis að skil­yrða fjár­stuðn­ing við íþrótta­fé­lög í Reykja­vík við að í stefnum og aðgerð­ar­á­ætl­unum þeirra séu til­tækar regl­ur, áætl­anir og verk­lag sem vinnur gegn öllu kynja­mis­rétti og vinnur hnit­miðað að jafn­rétti í allri sinni mynd. Enda hefur íslenska ríkið skuld­bundið sig á alþjóða­vett­vangi til að tryggja kynja­jafn­rétti á sviði íþrótta­mála skv. samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­munar gagn­vart konum sem ísland er aðili að. Það er mér því óskilj­an­legt afhverju þetta er ekki löngu orðin efsta klausa á blaði í þjón­ustu­samn­ingum borg­ar­innar við íþrótta­fé­lög­in.

Erum við ekki örugg­lega öll sam­mála um að jafna rétt allra, alls stað­ar? Það er ekk­ert fót­boltalið að fara að tapa leik á því alla­vega.

Höf­undur er í 3.sæti hjá Við­reisn í Rekja­vík – og hefur enga þol­in­mæði fyrir hvers­konar kynja­mis­rétti. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 21. apríl 2018.