Viðreisn

Málefnin

Brúum bilið

Landsþing 11. mars 2018

BARNVÆNT OG SVEIGJANLEGT SAMFÉLAG
Fæðingarorlof er skilgreindur réttur barns til samvistar við foreldra/forsjáraðila, óháð fjölskyldugerð, til sjö ára aldurs. Gott fæðingarorlofskerfi er lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði. Einnig er mikilvægt að tilhögun fæðingarorlofs stuðli að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

Fæðingarorlof (full réttindi) skal vera 365 dagar og þar af eiga 300 dagar að deilast jafnt milli foreldra/forsjáraðila barnsins. Í framtíð verði full réttindi allt að 450 dagar. Barn með eitt foreldri/einn forsjáraðila nýtur fullra réttinda.

Greiðslur úr orlofssjóði til foreldra skulu miðast við 80% tekna í allt að 365 daga. Greiðslur vegna orlofsdaga umfram 365 eiga að ákvarðast í víðtæku samráði hagsmunaaðila en ekki taka mið af tekjum. Hámark orlofsgreiðslna skal miða við meðaltekjur áttundu tekjutíundar fullvinnandi einstaklinga samkvæmt mælingum Hagstofu.

Fjölbreytt dagvistunarúrræði skulu standa börnum til boða frá 12 mánaða aldri.

Ríki, sveitarfélög, stéttarfélög og atvinnulíf skulu í sameiningu leita leiða til að skapa fjölskylduvænna samfélag og auka réttindi barnsins. Hér má nefna leiðir á borð við lengingu fæðingarorlofs og svigrúm til töku yfir lengra tímabil, viðbótarframlag atvinnurekenda með orlofsgreiðslum og aukið frelsi til nýtingar á styrkjum úr stéttarfélögum.

Brýnt er að endurskoða núverandi fyrirkomulag fæðingarstyrks námsmanna með hliðsjón af viðeigandi neysluviðmiðum hins opinbera.

Ábendingar, athugasemdir og tillögur um stefnu Viðreisnar má senda á netfangið [email protected].
Viðkomandi málefnanefnd tekur efnið til skoðunar en starf málefnanefnda er opið öllum flokksmönnum.