Viðreisn

Málefnin

Málefni aldraðra

Landsþing 11. mars 2018

Aldur í árum er ekki góður mælikvarði á atgervi fólks því að árin segja ekki allt. Framfarir í læknisfræði og bættir samfélagsþættir valda því að bæði meðalævi hefur lengst og fólk heldur mun lengur en áður góðri heilsu og færni. Því er mikilvægt að þjóðfélagið horfi á einstaklinga og getu þeirra og vilja, en horfi ekki eingöngu á ákveðinn aldur til þess að ákveða hver er gamall.

Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.

Launatekjur valdi ekki skerðingu á lífeyri frá TR.

Efla þarf heimaþjónustu og samþætta hana.

Styrkja þarf heilsueflingu aldraðra, t.d. með almennri hreyfingu og tómstundastarfi.

Fjármunum til Framkvæmdasjóðs aldraðra verði varið óskertum til þeirra verkefna sem stefnt var að í upphafi.

Ábendingar, athugasemdir og tillögur um stefnu Viðreisnar má senda á netfangið [email protected].
Viðkomandi málefnanefnd tekur efnið til skoðunar en starf málefnanefnda er opið öllum flokksmönnum.