Viðreisn

Stefnumótunarfundur 19. maí

08.05.16
Höfundur: Viðreisn

Málefnanefndir hafa unnið að stefnumótunarstarfi Viðreisnar í ýmsum málaflokkum frá því í mars. Starfað hafa sex málefnanefndir:

  • Heilbrigðis- og velferðarmál
  • Menningar- og menntamál
  • Utanríkis- og öryggismál
  • Atvinnumál
  • Efnahagsmál
  • Umhverfis- og auðlindamál

Nefndirnar hafa byggt á málefnavinnu tveggja stórra opinna funda sem haldnir voru á Grand hóteli. Fyrst vorið 2014 og svo aftur sumarið 2015. Niðurstöður nefndanna mynda drög að stefnu Viðreisnar, en hugmyndin er sú að tillögurar verði rýndar á opnum stefnumótunarfundi þann 19. maí klukkan 17.00 til 19.00. Þar gefst öllum stuðningsmönnum Viðreisnar kostur á að koma að sínum ábendingum og athugasemdum um bæði það sem betur má fara, hvað vantar og það sem ofaukið kann að vera.