Fullorðið fólk: farsælt eða fjötrað

Opið hús Viðreisnar
13.11.17

Hvert stefnum við á Íslandi í málefnum fullorðins fólks? Hver er galdurinn við langlífi? Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á bráðaöldrunarlækningadeild LSH og sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, verður gestur Viðreisnar á næsta fimmtudagsfundi sem skipulagður er af öldungaráði Viðreisnar. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17:30-18:30.

Ingimundur Gíslason, augnlæknir og formaður öldungaráðsins, mun stýra fundinum.

Fundinum verður streymt af Facebook-síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni að vanda í Ármúlanum. Verið öll velkomin!