Viðreisn

Hvar er eftirspurn eftir litlum börnum?

Opið hús Viðreisnar
06.03.18

Viðreisn heldur áfram að ræða hvernig brúa megi bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Margrét Pála Ólafsdóttir, eigandi Hjallastefnunnar og frumkvöðull í leikskólarekstri, verður gestur okkar á næsta fimmtudagsfundi og ræðir stöðuna út frá spurningunni "hvar er eftirspurn eftir litlum börnum?"

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um jafnréttismál. Hann verður haldinn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, kl. 17:30 í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42.

Fundurinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!