Viðreisn

Menntakerfið og samfélag framtíðarinnar

Opið hús Viðreisnar
06.03.17

Gestur Viðreisnar á næsta þriðjudagsfundi, hinn 7. mars kl. 17:00, verður Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka og mun hann flytja erindi sem ber yfirskriftina: "Menntakerfið sem undirbýr okkur ekki fyrir samfélagsbreytingarnar framundan. Eða hvað?" 

Í erindinu og umræðunum á eftir verður leitast við að svara spurningum á borð við það hvernig menntakerfið geti stutt við þær stórfelldu samfélagsbreytingar sem framundan eru vegna tækniþróunar? Er íslenskt samfélag og menntakerfi samkeppnishæft? Hvað með menntakerfið sem fjórðu stoðina í hagkerfinu og tækifæri Íslands?

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um mennta- og menningarmál. Fundarstjóri er Jenný Guðrún Jónsdóttir, formaður hópsins.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar

Heitt á könnunni í Ármúlanum og allir velkomnir!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins.