Viðreisn

Opinn fundur um popúlisma

Vantrú á stofnunum, kreppan og aukið fylgi popúlistaflokka
20.02.18

Á næsta fimmtudagsfundi Viðreisnar, 22. febrúar kl. 17:30, mun Gylfi Zoega, prófessor við Háskóla Íslands, fjalla um popúlisma. Þar mun hann fara yfir niðurstöður rannsóknar á auknu fylgi popúlistaflokka í Evrópu, lýsa dæmigerðum kjósanda þessara flokka, leggja mat á hvort stefna þeirra geti leitt til góðs fyrir Evrópuþjóðirnar og ræða til hvaða ráða miðjuflokkarnir geti brugðið til þess að stemma stigu við þessari þróun.

Fundarstjóri verður Andrés Þorleifsson, formaður málefnahóps Viðreisnar um innanríkismál.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og verður jafnframt streymt samtímis á Facebooksíðu flokksins.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!