Staðan? Jafnrétti og árið er 2017

06.11.17

Ísland er best í heimi – 9. árið í röð! Það sýna að minnsta kosti mælingar World Economic Forum á stöðu kynjajafnréttis. En af hverju er þá enn svona margt sem á eftir að laga?

Þorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra og Fríða Rós Valdimarsdóttir, forkona Kvenréttindafélagsins, ætla að ræða stöðuna í jafnréttismálum á Íslandi á opnum fundi Viðreisnar fimmtudaginn 9. nóvember kl. 17:30 í Ármúla 42.

Fundinum verður streymt af Facebook síðu Viðreisnar.

Fundarstjóri er Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður málefnanefndar Viðreisnar um jafnréttismál. 

Verið öll hjartanlega velkomin!